Véfréttinn fékk tölfræðisérfræðinginn Hörð Tulinius í heimsókn.

Farið er yfir nýjustu fréttir úr Dominos. Sævaldur kemur í stað Martin í Hafnarfirði, agabrot Max Montana hjá Keflavík og margt fleira. Þá er kafað ofan í tölfræði fyrir lengra komna, sem Hörður Tulinius reiknar oftar en ekki einn manna á Íslandi.

Litríkur leikmaður er landsliðsmaðurinn fyrrverandi Herbert Arnarsson, en hann á að baki 111 leiki fyrir Íslands hönd, farsælan feril í háskólaboltanum, efstu deild á Íslandi og á meginlandinu.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.