Landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds Benedikt Guðmundsson taldi fyrr í dag upp þá fimm leikmenn Dominos deildar karla sem mest hafa náð að hækka verð sitt þetta tímabilið.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá rökstuðning sérfræðingsins, en á lista hans eru leikmenn spútniksliðs Þórs, Larry Thomas og Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður ÍR Everage Lee Richardson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson hjá Hetti og Matthías Orri Sigurðarson úr KR.