Sigtryggur Arnar Björnsson og Real Canoe máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Tizona Universidad De Burgos í Leb Oro deildinni á Spáni, 89-63. Leikurinn var hluti af öðrum fasa deildarkeppninnar, en Canoe eru eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Arnar 7 stigu, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum. Næsti leikur Canoe er þann 4. apríl gegn Caceres Partimonio.

Tölfræði leiks