Sigtryggur Arnar Björnsson og Real Canoe lögðu í dag lið Alicante í Leb Oro deildinni á Spáni, 79-75. Eftir leikinn eru Canoe í 10. sæti B hluta deildarinnar með þrjá sigra og 14 töp það sem af er tímabili.

Á 33 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Arnar 13 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks