Tveir leikur fóru fram í 12. umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Í Dalhúsum fór farm mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þegar Fjölnir tók á móti Skallagrím.

Gangur leiksins

Það voru Borgnesingarnir sem virtust ákveðnari í byrjun og byrjuðu betur. Skallagrímskonur voru að skora mikið en lítið var um varnarleik í báðum liðum. Borgnesingar náðu mest 40-27 forystu í öðrum leikhluta og voru í góðum málum. Staðan í hálfleik var 51-47 fyrir Skallagrím.

Leikurinn snerist algjörlega omvendt í þriðja leikhluta. Þá mættu Fjölniskonur grimmar til leiks og náðu forystunni. Fjölniskonur sigu svo endanlega framúr í fjórða leikhluta. Lokastaðan 98-90 sigur Fjölnis.

Atkvæðamestar

Ariel Hearn setti upp sýningu í Dalhúsum í kvöld, hún endaði með 46 stig, 13 fráköst, 8 stoðsendingar, 9 þriggja stiga körfur, 58% skotnýtingu og 53! framlagsstig. Hrein út sagt ótrúleg frammistaða! Lina Pikciuté var einnig öflug með 16 stig og 12 fráköst.

Hjá Borgnesingum var Keira Robinson sterkust að vanda með 39 stig, 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 12 fiskaðar villur. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var einnig sterk og endaði með 25 stig.

Hvað næst?

Þessi sigur kemur Fjölni tveimur sigrum á undan Skallagrím í barátunni um fjórða sætið. Næsti leikur liðsins er gegn Snæfell næstkomandi miðvikudag.

Skallagrímskonur eru nú komnar í nokkur vandræði í deildinni og þarf mikið að ganga til að liðið nái í úrslitakeppnina. Næst mætir liðið Haukum í Ólafssal eftir viku.

Tölfræði leiksins

Myndir: Bára Dröfn