Leikmaður Þórs Adomas Drungilas verður fjarri góðu gamni í kvöld þegar að liðið mætir Grindavík í HS orku Höllinni. Mun það vera vegna leikbanns sem hann tekur út eftir að hafa verið vísað úr húsi í leik liðsins gegn Haukum þann 7. mars síðastliðinn.

Dóminn má í heild lesa hér fyrir neðan:

Agamál 31/2020-2021

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og Þórs Þorlákshafnar í Domino’s deild mfl. karla sem fram fór þann 7. mars sl.