Hin bandaríska Keira Robinson gekk til liðs við Skallagrím í Dominos deild kvenna fyrir tímabilið 2019-20 og hefur leikið með liðinu síðan.

Kom hún inn í liðið og deildina af miklum krafti. Á fyrsta tímabili sínu skilaði hún 25 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik, en það tímabil vann liðið Geysisbikarkeppnina. Þá hefði liðið að öllum líkindum farið í úrslitakeppni deildarinnar ef ekki allt hefði verið blásið af vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Það sem af er þessu tímabili hefur Keira einnig verið góð. Í 14 leikjum fyrir félagið er hún að skila sama meðaltali, 25 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum í leik.

Karfan lagði fyrir hana 20 spurningar.

Full nafn: Keira Robinson

Gælunafn: K

Aldur: 26

Kólumbía er höfuðborg ríkis Suður-Karólínu

Fæðingarstaður: Columbia, South Carolina

Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Körfubolti eða markþjálfi

Hvaða lið styður þú? Boston Celtics, VCU

Keira lék með VCU frá 2013 til 2017

Besti körfuboltamaður allra tíma? MJ

Hvers saknar þú að heiman? Chipotle, veitingastaður

Uppáhalds tónlistarmaður? Bruno Mars eða Rod Wave

Það eru 2622 Chipotle staðir í heiminum, 33 fyrir utan Bandaríkin, enginn í Borgarnesi

Uppáhalds bíómynd? Home frá DreamWorks

Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Á ferlinum, líklega Tamara Montero

Þú velur tvo liðsfélaga til að fara í stríð með, hverjir eru það? Sigrún og Gunní

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Ég kann að spila á trompet

Stærsti sigur körfuboltaferilsins? Að vinna íslenska bikarinn. Vel það vegna þess hversu frábær bærinn er og þessi sigur var stærri en körfubolti er fyrir Borgarnes.

Skallagrímur vann bikarinn 2020 þar sem Keira var maður leiksins

Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Dani Wallen (Keflavík) Dani er klár leikmaður, spilar vörn og skilar sínu í lok leikja.

Uppáhalds staður á Íslandi? Blómasetrið, Kaffi Kyrrð

Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Það kemur alltaf á óvart hversu ólíkan bolta þjóðir spila, sama er hægt að segja um æfingarnar

Hvar ert þú eftir 5 ár? Ég lifi fyrir augnablikið, en skal hafa samband eftir fimm ár þegar ég veit hvað ég verð að gera þá, haha