KR hefur samið við danann Zarko Jukic um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum í kvöld.

Zarko er 27 ára, 201 cm framherji sem síðast lék fyrir FOG Næstved í dönsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann einnig verið á mála hjá liðum á Spáni, Englandi og í Svíþjóð. Þá hefur hann einnig verið hluti af A landsliði Danmerkur.


Í fréttatilkynningu segir Darri Freyr Atlason þjálfari KR:
„Zarko er mikill íþróttamaður sem getur brugðið sér í ólík hlutverk. Hann mun leysa stöður mið- og framherja hjá okkur og gerum við ráð fyrir að hann hjálpi liðinu töluvert í frákastabaráttunni. Á síðastliðnu tímabili var Zarko fimmti frákastahæsti leikmaður dönsku deildarinnar og sá frákastahæsti sem var ekki með amerískt ríkisfang.”