Valur hefur samkvæmt heimildum samið við bakvörðinn Jordan Roland um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla.

Roland er 23 ára, 185 cm bandaríkjamaður sem kláraði háskólaferil sinn á síðasta tímabiili. Þar lék hann bæði fyrir George Washington og Northeastern, en á síðasta tímabilinu skilaði hann 22 stigum að meðaltali í leik og var valinn í fyrsta úrvalslið deildar sinnar.