Valur lagði Skallagrím í dag í Borgarnesi í Dominos deild kvenna, 65-91. Eftir leikinn eru Valur, Keflavík og Haukar öll jöfn að stigum með 14 í 1.-3. sæti deildarinnar, en Keflavík á þó tvo leiki til góða á hin liðin. Skallagrímur er í 5. sætinu með 8 stig.

Atkvæðamest fyrir Skallagrím í leiknum var Keira Robinson með 20 stig og 4 stoðsendingar. Fyrir Val var það Kiana Johnson sem dróg vagninn með 32 stigum, 4 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Bæði lið leika næst komandi miðvikudag 24. febrúar. Valur fær Hauka í heimsókn á meðan að Skallagrímur fer til Stykkishólms og mætir Snæfell í Vesturlandsslag.

Tölfræði leiks