Leikmenn og forráðamenn Dominos deildar kvenna liðs Vals eru allt annað en sáttir með þá ákvörðun aganefndar að dæma leikmann Skallagríms Nikita Telesford aðeins í tveggja leikja bann fyrir framferði sitt í leik liðanna á dögunum.

Eins og bæði leikmaður/aðstoðarþjálfari liðsins Helena Sverrisdóttir tekur fram og liðstjóri þeirra Guðlaugur Ottesen finnst þeim bannið ekki við hæfi, ef miðað er við það þriggja leikja bann sem þáverandi leikmaður Njarðvíkur, Zvonko Buljan, fékk fyrr í vetur fyrir háttsemi sína í fyrsta leik tímabilsins gegn KR.

Sú sem varð fyrir olbogaskotunum, Hildur Björg Kjartansdóttir, var vegna viðskipta sinna við Telesford frá leik í gær gegn Haukum, en samkvæmt þjálfara liðsins, Ólafi Jónas Sigurðssyni, er ekki víst hvenær hún mun eiga afturkvæmt á parketið.

Hér má sjá bæði tíst Helenu, sem og færslu Guðlaugs með myndbandi af Facebook frá því fyrr í dag.