Dominos deild kvenna fór aftur af stað eftir landsleikjahlé í kvöld með heilli umferð.
Haukar lögðu Breiðablik í Smáranum, Keflavík vann Snæfell í Stykkishólmi og í Borgarnesi hafði Skallagrímur betur gegn KR.
Síðasti leikur kvöldsins var leikur Vals og nýliða Fjölnis í Origo Höllinni, en hann hófst seinna og er því enn í gangi.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild kvenna:
Breiðablik 60 – 70 Haukar
Snæfell 79 – 91 Keflavík
Skallagrímur 67 – 53 KR
Valur Fjölnir – Leikur stendur yfir
Mynd / Skallagrímur FB