Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.

Fjölnir lögðu Hrunamenn á Flúðum, Breiðablik vann heimamenn á Selfossi, Sindri vann Álftanes í tvíframlengdum leik á Höfn í Hornafirði og í Hveragerði bar Hamar sigurorð af Vestra.

Eftir leikinn er staðan nánast sú sama við topp deildarinnar. Þar sem að Breiðablik heldur í efsta sætið, en Álftanes og Hamar fylgja þeim fast á hæla.

Staðan í fyrstu deild karla

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild karla:

Hrunamenn 81 – 100 Fjölnir

Selfoss 64 – 80 Breiðablik

Sindri 109 – 106 Álftanes

Hamar 102 – 86 Vestri