Þrír leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld.

Álftanes lagði Skallagrím í Forsetahöllinni, í Smáranum unnu heimamenn í Breiðablik lið Sindra og í Hveragerði bar Hamar sigurorð af Hrunamönnum.

Sem áður er Breiðablik í efsta sæti deildarinnar með 12 stig, en Álftanes og Hamar fylgja þeim fast á hæla í 2.-3. sætinu með 10 stig.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild karla:

Álftanes 87 – 61 Skallagrímur

Breiðablik 99 – 79 Sindri

Hamar 132 – 92 Hrunamenn