Íslandsmót yngri flokka eru komin á fullt skrið eftir samkomubann og má með sanni segja að flest íþróttahús séu uppbókuð þessar helgarnar.

Í morgun fór fram leikur KR og Hrunamanna í 8. flokki drengja. Þar setti efnilegur leikmaður KR Patryk Tomasz Odrakiewicz ævintýralega körfu í lok þriðja leikhluta. Þar setur hann boltann í körfuna frá sínum vallarhelming. Segja má að karfan minni á sögulega sigurkörfu Kára Jónssonar frá nokkrum árum í Keflavík.

Karfan fékk sent myndband af atvikinu og má finna það hér að neðan: