Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza unnu í dag Real Betis í ACB deildinni á Spáni, 82-85. Zaragoza eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 10 sigra og 13 töp það sem af er tímabili. Af síðustu 7 leikjum liðsins hafa þeir unnið 6 og hafa því verið á hraðri siglingu upp töfluna frá áramótum.

Á rúmum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 5 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Zaragoza í deildinni er gegn Joventut Badalona þann 6. mars.

Tölfræði leiks