Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld lið Monbus Obradoiro í ACB deildinni á Spáni, 83-70. Zaragoza færast upp töfluna með sigrinum, en eru eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 9 sigra og 13 tapaða það sem af er tímabili.

Landsliðsmiðherjinn lék tímabilið 2018-19 með Obradoiro, en þá var hann þar á láni frá Valencia. Á 19 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Tryggvi 8 stigum, 7 fráköstum og stolnum bolta. Leikurinn var sá síðasti sem liðið leikur í bili í ACB deildinni, en næst spila þeir gegn Real Betis þann 28. febrúar.

Tölfræði leiks