Landsliðsframherjinn Tómas Þórður Hilmarsson er líklega á nýjan leik genginn til liðs við Stjörnuna í Dominos deild karla. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Vísir fyrr í dag. Segir hann þar að hann hafi enn ekki skrifað undir, en hann muni að öllum líkindum ganga til liðs við félagið

Tómas Þórður, sem er uppalinn í Stjörnunni, kemur til liðsins frá Aquimisa Carbajosa sem leika í Leb Plata deildinni á Spáni. Tómas lék síðast með Stjörnunni á síðasta tímabili, 2019-20. Þá skilaði hann 9 stigum og 8 fráköstum að meðaltali á rúmlega 20 mínútum í leik.