Stjarnan vann sinn þriðja leik í röð í dag í fyrstu deild kvenna er liðið lagði Vestra nokkuð örugglega, 63-46. Eftir leikinn er Stjarnan í 4. sæti deildarinnar með 3 sigra og 3 töp á meðan að Vestri er í því 8. enn án sigurs eftir 6 leiki.

Atkvæðamestar fyrir Stjörnuna í dag voru Jana Falsdóttir og Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir. Á tæpum 35 mínútum spiluðum skilaði Jana 16 stigum, 7 fráköstum, 4 stoðsendingum og 7 stolnum boltum. Þá var Bergdís Lilja með 11 stig og 22 fráköst. Fyrir Vestra var það Olivia Janelle Crawford sem dróg vagninn með 18 stigum, 10 fráköstum og 4 stolnum boltum á tæplega 28 mínútum spiluðum.

Stjarnan mætir næst B liði Fjölnis komandi miðvikudag 10. febrúar í Dalhúsum. Næsti leikur Vestra er svo 13. febrúar, en þá taka þær á móti liði Þórs/Hamars á Ísafirði.

Tölfræði leiks

Leikurinn í heild