Þór Þorlákshöfn mættu í heimsókn til nafna sinna í Þór Akureyri. Leikurinn var í 10. umferð Dominos deildar karla. Lítil spenna var í leiknum en Þór Þorlákshöfn sigraði leikinn 75-91. Eftir leikinn er Þór Akureyri í 11.sæti með þrjá sigra og sjö töp en Þór Þorlákshöfn í öðru sæti með sjö sigra og þrjú töp.
Gangur leiksins
Gestirnir mættu til leiks vel gíraðir í varnarleiknum og hleyptu Þór Akureyri lítið að körfunni. Þór Þorlákshöfn lokuðu vel á Ivan sem átti ekki sinn besta leik í kvöld með aðeins 11 stig. Þór Þ. voru mun ákveðnari á báðum endum vallarins en þeir hirtu 18 sóknarfráköst. Gestirnir voru 7 stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta.
Þór Ak. minnkaði muninn niður í fjögur stig í byrjun annars leikhluta. Þá tóku gestir á skarið og voru mest sautján stigum yfir en fyrir lok fyrri hálfleiks minnkuðu heimamenn forskotið niður í 10 stig. 41-51 í hálfleik Þór Þorlákshöfn í vil.
Gestirnir hleyptu heimamönnum aldrei inní leikinn en munurinn var mestur orðinn tuttugu stig í fjórða leikhluta. Lokatölur 75-91 sigur Þórs frá Þorlákshöfn
Atkvæðamestir
Í liði heimamanna var Dedrick Basile líflegastur með 22 stig, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Í liði gestana var Larry Thomas með 20 stig, Adomas Drungilas með 11 stig, 6 stoðsendingar og 16 fráköst. Nýliðinn í landsliðinu Styrmir Snær Þrastarson var með 16 stig og fjóra stolna bolta
Myndasafn (Palli Jóh)
Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór Hólmgrímsson