Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers lögðu í kvöld Penn State Nittany Lions með einu stigi í bandaríska háskólaboltanum, 62-61. Nebraska eru í 14. sæti Big Ten deildarinnar með fimm sigra og tólf töp það sem af er tímabili.

Á 8 mínútum spiluðum í leiknum komst Þórir Guðmundur ekki á blað í stigaskorun, en hann tók tvö fráköst og gaf stoðsendingu í leiknum. Næst á dagskrá hjá Nebraska eru tveir leikir gegn Maryland Terrapins þann 17. og 18. febrúar.

Tölfræði leiks