Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers máttu þola tap í spennuleik fyrir Penn State Nittany Lions í nótt í bandaríska háskólaboltanum, 86-83. Leikurinn sá fjórði sem Nebraska tapar í röð, en það sem af er vetri hafa þeir unnið fimm leiki og tapað sextán.

Þórir Guðmundur var nokkuð atkvæðamikill í leik næturinnar. Á 25 mínútum spiluðum skilaði hann átta stigum, þremur fráköstum og tveimur stolnum boltum. Næsti leikur Nebraska er gegn Illinois Fighting Illini þann 26. febrúar.

Tölfræði leiks