Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola tap í kvöld fyrir Fairfield Stags í bandaríska háskólaboltanum, 63-56. Gaels eftir leikinn í 6. sæti MAAC deildarinnar með fjóra sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Þóranna var í byrjunarliði liðsins í leiknum. Á 14 mínútum spiluðum skilaði hún tveimur stigum, þremur fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Gaels mæta næst toppliði Marist þann 20. febrúar.

Tölfræði leiks