Ísland tapaði í dag lokaleik sínum í undankeppni EuroBasket 2021 fyrir heimakonum í Slóveníu, 96-59. Slóvenía var fyrir leikinn búnar að tryggja sér þáttöku á lokamótinu, en þær enduðu með fullkominn árangur, 6 sigra og ekkert tap. Ísland endaði á hinum enda riðilsins, með engan sigur og 6 töp.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við Þóru Kristínu Jónsdóttur, leikmann liðsins, eftir leik í Stozice Höllinni í Ljubljana. Þóra átti nokkuð góðan leik fyrir Ísland í dag, skilaði 17 stigum, 5 fráköstum og 8 stoðsendingum á tæpum 37 mínútum spiluðum.