Njarðvík heimsótti Þór í Höllinni á Akureyri í dag í 9. Umferð Dominos deildar karla. Fyrir leikinn voru heimamenn með 2 sigra og 6 töp í 11. Sæti deildarinnar en gestirnir með 4 sigra og 4 töp í 6. Sæti. Heimamenn mættu af krafti í leikinn og gestirnir sáu aldrei til sólar. Þórsarar fóru með sigur af hólmi 90-68

Gangur leiks

Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti. Þeir vörðust mjög vel en Njarðvíkingar fundu oft góð skotfæri en gekk ansi illa að setja þau skot ofan í körfuna. Aðeins 30% nýting í lok fyrsta leikhluta. Staðan 24-14 heimamönnum í vil. Í öðrum leikhluta gekk allt upp hjá Þórsurum. Settu niður hvern þristinn á fætur öðrum á meðan gekk lítið sem ekkert hjá Njarðvíkingum. Staðan 55-29 heimamönnum í vil í hálfleik.

Þórsarar héldu flottum varnarleik áfram í byrjun seinni hálfleiksins. Það var ljóst í hvað stefndi. Leikmenn sem lítið hafa spilað fengu mikilvægar mínútur í fjórða leikhluta. Lokatölur 90-68.

Atkvæðamestir

Í liði heimamanna var Srdjan Stojanovic með 22 stig, þar a 5 af 5 þriggja stiga og einn stolinn bolta. Ivan Alcolado 20 stig og 13 fráköst og Dedrick Basile 19 stig 10 stoðsendingar og 3 stolnir boltar. Í liði Njarðvíkur var Antonio Hester með 12 stig og 13 fráköst

Sögulegt

Tap kvöldsins var það stærsta hjá Njarðvík á Akureyri síðan árið 1971, en þá töpuðu þeir fyrir heimamönnum í Þór með 32 stigum, 70-38.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Palli Jóh)

Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór Hólmgrímsson