Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu í gærkvöldi Northern Illinois Huskies í jöfnum leik, 82-79. Cardinals eftir leikinn í 7. sæti MAC deildarinnar með 12 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.

Á 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 14 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Ball State er þann 27. febrúar gegn Toledo Rockets.

Tölfræði leiks