Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball state Cardinals máttu þola tap í kvöld í spennandi leik gegn Northern Illinois Huskies í bandaríska háskólaboltanum, 78-74. Cardinals það sem af er tímabili unnið níu leiki en tapað sjö og sitja þær í áttunda sæti Mið Ameríku deildarinnar.

Á 38 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 8 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Cardinals er komandi fimmtudag 11. febrúar gegn Ohio Bobcast.

Tölfræði leiks