Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals unnu í dag lið Buffalo Bulls í bandaríska háskólaboltanum, 76-63. Eftir leikinn eru Cardinals í 8. sæti MAC deildarinnar með ellefu sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Thelma Dís var á sínum stað í byrjunarliði Cardinals í leiknum, en í honum skilaði hún níu stigum, fjórum fráköstum og þremur stoðsendingum. Á Ball State og Buffalo mætast í öðrum leik þann 20. febrúar.

Tölfræði leiks