Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu í kvöld lið Central Michigan Chippewas í bandaríska háskólaboltanum, 69-66. Leikurinn sá fimmti sem liðið vinnur í röð, en í heildina hefur liðið unnið níu leiki og tapað fimm það sem af er tímabili.

Á 34 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Thelma Dís 10 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu. Næst leika Cardinals komandi föstudag 6. febrúar gegn Akron Zips.

Tölfræði leiks