Þeir Max Montana hjá Keflavík og Kyle Johnson hjá Njarðvík eru báðir komnir með leikheimild og verða því að öllum líkindum með sínum liðum í fyrsta skipti í áttundu umferð Dominos deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar heimsækja Þór á Akureyri kl. 17:15 á meðan að Keflavík fær Tindastól í heimsókn seinna í kvöld, kl. 19:15.

Leikir dagsins

Kyle Johnson þarf vart að kynna fyrir aðdáendum íslensks körfuknattleiks, en hann var á mála hjá Stjörnunni á síðasta tímabili, þar sem hann meðal annars varð bikarmeistari með félaginu. Í 20 leikjum á síðasta tímabili skilaði hann 14 stigum og 5 fráköstum að um 26 mínútum að meðaltali í leik.

Kyle Johnson varð bikarmeistari með Stjörnunni 2020

Montana hinsvegar hefur aldrei áður leikið í Dominos deild karla, en hann hefur síðan hann kláraði feril sinn í bandaríska háskólaboltanum fyrir nokkrum árum, bæði leikið í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, sem og í þróunardeild NBA deildarinnar.

Samfélagsmiðlastjarnan Max Montana: