Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Golden 1 Höllinni í Sacramento lögðu heimamenn í Kings lið Boston Celtics í spennandi leik, 111-116. Celtics það sem af er tímabili unnið 11 leiki og tapað 9 á meðan að Kings hafa unnið 10 og tapað 11.

Atkvæðamestur fyrir Celtics í leiknum var Jayson Tatum með 27 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar. Fyrir Kings var það De´Aaron Fox sem dróg vagninn með 26 stigum og 11 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Celtics og Kings:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar

Phildaelphia 76ers 118 – 111 Charlotte Hornets

Indiana Pacers 110 – 130 Milwaukee Bucks

Dallas Mavericks 122 – 116 Atlanta Hawks

LA Clippers 121 – 99 Cleveland Cavaliers

Washington Wizards 103 – 100 Miami Heat

New York Knicks 107 – 103 Chicago Bulls

Houston Rockets 87 – 104 Oklahoma City Thunder

Minnesota Timberwolves 108 – 111 San Antonio Spurs

Phoenix Suns 101 – 123 New Orleans Pelicans

Boston Celtics 111 – 116 Sacramento Kings