Njarðvík tók á móti  Stjörnunni í Dominos deild karla í Njarðtaksgryfjunni í kvöld.

Liðin skiptust á því að leiða og skoruðu mikið í fyrsta leikhluta. Dúi Þór fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að stíga undir Mario í stökki. Bæði lið að spila vel og mikil barátta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25 – 28 Stjörnunni í vil.

Liðin hægðu aðeins á stigaskorinu í öðrum leikhluta. Stjarnan leiddi og Njarðvíkingar eltu þá. Þegar líða fór á leikhlutann gáfu bæði lið í en það voru gestirnir sem voru betri síðustu mínútuna. Hörku leikur, staðan í hálfleik 46 – 55.

Þriðji leikhluti fór rólega af stað en Stjarnan var ögn skarpari og voru komnir 14 stigum yfir um miðbik leikhlutans. Njarðvík náði aðeins að kroppa í Stjörnuna undir lok leikhlutans. Staðan eftir þriðja leikhluta 73 – 77 Stjörnunni í vil.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að ná í hælana á Stjörnunni sem gerði vel að halda þeim frá sér. Spennandi og jafn leikur, lokatölur 88 – 94.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Rodney Glasgow,Antonio Hester, Jón Arnór Sverrisson, Logi Gunnarsson og Mario Matasovic.

Stjarnan: Hlynur Bæringsson, Gunnar Ólafsson, Ægir Þór Steinarsson, Alexander Lindqvist og Arnþór Freyr Guðmundsson.

Hetjan:

Jón Arnór og Logi áttu góðan leik fyrir Njarðvík. Alexander Lindquist var virkilega góður fyrir gestina en stjarnan í Stjörnuliðinu var Ægir Þór Steinarsson sem átti frábæran leik.

Kjarninn:

Hörku leikur milli tveggja góðra liða. Það er erfitt að elta og eftir að Stjarnan komst yfir í öðrum leikhluta, þá var það hlutverk Njarðvíkinga það sem eftir lifði leiks. Þeir virtust einfaldlega þreyttir undir lok leiks.

Tölfræði

Myndasafn

Viðtöl:

Ægir Þór Steinarsson

Ingi Þór Steinþórsson

Einar Árni Jóhannsson