Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Keiser University, 67-44, í átta liða úrslitum Sun deildarinnar. Mariners eru því úr leik í keppninni þetta tímabilið.

Sólrún Inga var á sínum stað í byrjunarliði Mariners. Hafði hægt um sig í stigaskorun, en á 35 mínútum spiluðum skilaði hún fimm fráköstum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks