Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners lögðu í dag lið Warner University í bandaríska háskólaboltanum, 62-75. Mariners búnar að vinna þrettán leiki og tapa tíu það sem af er tímabili.

Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sólrún Inga 17 stigum, 3 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta. Leikur dagsins var síðasti leikur deildarkeppni liðsins á tímabilinu.

Tölfræði leiks