Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court University Lions eru í 19. sæti annarar deildar bandaríska NCAA háskólaboltans. Mun það vera í fyrsta skipti sem Georgian Court nær svo góðum árangri í sögunni, en þær hafa ekki áður náð inn á svokallaðan topp 25 lista áður. Þá eru þær í efsta sæti CACC deildarinnar með 100% árangur, sjö sigra úr sjö leikjum

Hanna hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Geogian Court það sem af er tímabili, með 10 stig, 8 fráköst og 2 varin skot að meðaltali í leik. Sú tölfræði gerir hana þá 14. stigahæstu, 4. frákastahæstu og efsta í vörðum skotum að meðaltali í leik í deildinni.

Mikið var um frestanir framan af á tímabilinu hjá Georgian Court, sem og hefur síðustu þremur deildarleikjum liðsins verið frestað. Liðið fer þó í úrslitakeppni CACC deildarinnar sem hefst 4. mars. Sigurvegari þeirrar keppni fer svo áfram í keppni NCAA.