Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets unnu í gærkvöldi lið Chadron State í bandaríska háskólaboltanum, 74-53. Sigurinn sá fjórði í röð hjá Yellow Jackets, en þeir hafa unnið sjö og tapað fimm það sem af er tímabili.

Annar íslendingur er á mála hjá Chadron State, Arnar Geir Líndal, en hann var ekki í leikmannahóp liðsins í leiknum.

Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Snjólfur fjórum stigum, þremur fráköstum og tveimur stoðsendingum. Næsti leikur Yellow Jackets er komandi fimmtudag 18. febrúar gegn South Dakota Mines.

Tölfræði leiks