Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets lögðu í nótt lið University of Colorado í bandaríska háskólaboltanum, 73-71. Sigurinn kemur eftir að liðið hafði tapað þremur leikjum í röð, en í heildina hafa Yellow Jackets unnið fjóra leiki og tapað fimm það sem af er tímabili.

Á 25 mínútum spiluðum skilaði Snjólfur 7 stigum, 3 fráköstum, 2 vörðum skotum og stolnum bolta. Yellow Jackets leika næst gegn Adams State komandi föstudag 5. febrúar.

Tölfræði leiks