Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets unnu í gærkvöldi sinn fimmta sigur í röð er liðið lagði Western Colorado í bandaríska háskólaboltanum, 91-70. Liðinu gengið afar vel í febrúarmánuði, þar sem þeir hafa ekki enn tapað leik, en það sem af er tímabili eru þeir með átta sigra og fimm tapaða leiki.

Snjólfur var á sínum stað í byrjunarliði Yellow Jackets í leiknum. Hafði hægt um sig í stigaskorun, en á 25 mínútum skilaði hann sex fráköstum, tveimur stoðsendingum og stolnum bolta. Það er stutt á milli leikja hjá Yellow Jackets þessa dagana, í kvöld mæta þeir Colorado State University Pueblo.

Tölfræði leiks