Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets komust aftur á sigurbraut í gærkvöldi er liðið lagði Metropolitan State University of Denver í lokaleik deildarkeppninnar, 85-73.

Á 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Snjólfur Marel 4 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Yellow Jackets klára því tímabil sitt með 10 sigra og 6 töp, en næst á dagskrá hjá þeim er úrslitakeppni RMAC deildarinnar sem hefst með leik gegn Fort Lewis komandi þriðjudag 2. mars.

Tölfræði leiks