Sigurganga Söru Rúnar Hinriksdóttur og Leicester Riders hélt áfram í gærkvöldi er liðið lagði Oakland Wolves í WBBL deildinni í Bretlandi, 64-54. Liðið það sem af er tímabili unnið alla sex leiki sína og situr í efsta sæti deildarinnar.

Á tæpri 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Sara Rún 15 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og vörðu skoti, en hún var næst stigahæst í liði Riders í leiknum. Næsti leikur þeirra er gegn Essex Rebels þann 6. mars.

Tölfræði leiks