Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Colorado Christian University í spennuleik, 82-87. Fyrir leikinn höfðu Yellow Jackets unnið sex leiki í röð, en það sem af er tímabili hafa þeir unnið níu leiki og tapað sex.

Snjólfur var á sínum stað í byrjunarliði Yellow Jackets í leiknum, en á 10 mínútum spiluðum skilaði hann þremur stigum, fjórum fráköstum og stolnum bolta. Síðasti leikur deildarkeppni Yellow Jackets er í kvöld gegn Metropolitan State University of Denver. Úrslitakeppni RMAC deildarinnar hefst svo komandi þriðjudag 2. mars.

Tölfræði leiks