Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs lögðu í dag lið Western Carolina Catamounts í bandaríska háskólaboltanum, 45-74. Eftir leikinn er Chattanooga í fjórða sæti Southern deildarinnar með ellefu sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Á 31 mínútu spilaðri skilaði Sigrún Björg 9 stigum, 3 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Mocs og Catamounts mætast í öðrum leik á morgun.

Tölfræði leiks