Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs töpuðu í gær fyrir UNC Greensboro Spartans í bandaríska háskólaboltanum, 58-50. Leikurinn sá annar sem liðin léku um helgina, en þann fyrri unnu Mocs, 57-41. Eftir leikinn eru Mocs í þriðja sæti Southern deildarinnar með þrettán sigra og níu töp það sem af er tímabili.

Á 32 mínútum spiluðum skilaði Sigrún Björg sjö stigum, sex fráköstum, þremur stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Mocs er gegn East Tennessee State Bucs þann 26. febrúar.

Tölfræði leiks