Haukar tóku á móti Völsurum í slag séra Friðriks í kvöld. Liðin mættust í níundu umferð Dominos deildarinnar í hörku slag.

Gangur leiksins

Haukar sem höfðu fyrir leikinn tapað sex leikjum í röð mættu heldur betur tilbúnir til leiks og rúmlega það. Liðið vann fyrsta leikhlutann 25-9 og gáfu tóninn. Valsmenn komu sterkir til baka í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 41-38.

Eftir það hófst mikil barátta liðanna. Í upphafi fjórða leikhluta virtust Haukar ætla að síga framur með 8-0 áhlaupi. Valsmenn vöknuðu þá endanlega og setti 15 stig í röð. Haukar stóðust þó áhlaupið og lönduðu að lokum 85-78 sigri.

Atkvæðamestir

Hansel Atencia var frábær í liði Hauka í kvöld, hann endaði með 23 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess hitti hann úr 10 af 12 skotum sínum. Brian Fitzpatrick var þar að auki öflugur að vanda með 18 stig og 7 fráköst.

Hjá Val var Miguel Cardoso öflugur með 32 stig og 5 fráköst. Þá var Jón Arnór Stefánsson með 13 stig.

Hvað næst?

Valsarar hafa nú tapað þremur leikjum í röð og eru í tíunda sæti, einungis tveimur stigum frá botninum. Valur fær efsta lið deildarinnar, Keflavík í heimsókn í næstu umferð.

Loksins, er sex leikja taphrinu Hauka lokið og liðið komið á sigurbraut eftir erfiðar vikur. Haukar eiga ferðalag til Egilsstaða í næstu umferð í botnslag deildarinnar.

Tölfræði leiksins