Körfuknattleikskona ársins Sara Rún Hinriksdóttir hefur samið við Hauka um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild kvenna.

Sara kemur til liðsins frá Leicester Riders í Bretlandi, en þar hefur hún leikið síðustu tvö tímabil. Hjá Haukum hittir hún fyrir systur sína og liðsfélaga úr íslenska landsliðinu Bríeti Sif Hinriksdóttur.

Tilkynningu Hauka má lesa hér fyrir neðan, en gert er ráð fyrir að Sara verði komin til liðsins nú um helgina.