Sara Rún Hinriksdóttir og Leicester Riders unnu í dag Oakland Wolves í átta liða úrslitum WBBL Throphy bikarkeppninni í Bretlandi, 81-57. Keppnin er önnur en sú sem Riders unnu á dögunum, WBBL Cup, en þar sem þær unnu WBBL Throphy einnig í fyrra, eru þær handhafar beggja bikartitla Bretlands þessa stundina.

Sara Rún var atkvæðamikil í leiknum. Á rúmum 23 mínútum spiluðum skilaði hún 10 stigum, frákasti, stoðsendingu og vörðu skoti.

Tölfræði leiks