Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Ljubljana í Slóveníu þar sem landsliðsglugginn fer fram. Liðið mætir Grikkjum þann 4. febrúar og heimakonum í Slóveníu þann 6. febrúar.

Þetta eru síðustu leikir liðsins í A-riðli undankeppni Eurobasket sem fram fer síðar á þessu ári. Ísland hefur leikið fjóra leiki í riðlinum og er án sigurs með sigahlufallið -107 stig. Liðið er því pressulaust fyrir lokaleikina.

Landsliðshópinn í heild má finna hér.

Karfan mun fjalla um leikina sem framundan eru að bestu getu. Okkar maður í Ljubljana spjallaði við Söru Rún Hinriksdóttur leikmanns landsliðsins sem missti af síðusta glugga vegna meiðsla.

Viðtalið má sjá hér að neðan: