Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í TD Garðinum í Boston lutu heimamenn í Celtics í lægra haldi fyrir Detroit Pistons, 108-102. Celtics eftir leikinn í 4. sæti Austurstrandarinnar með rétt yfir 50% sigurhlutfall, 13 sigra og 12 töp það sem af er tímabili. Pistons hinsvegar á hinum enda töflunnar í austrinu, í 14. sætinu, með 27% sigurhlutfall, 7 sigra og 19 töp það sem af er vetri.

Atkvæðamestur fyrir Pistons í leiknum var nýliðinn Saddiq Bey með 30 stig og 7 fráköst, en hann setti öll 7 þriggja stiga skot sín niður, en hann kom inn af bekknum fyrir sína menn í leiknum. Fyrir Celtics var það Jayson Tatum sem dróg vagninn með 33 stigum, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Celtics og Pistons:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Minnesota Timberwolves 114 – 120 Charlotte Hornets

New York Knicks 109 – 91 Washington Wizards

San Antonio Spurs 125 – 114 Atlanta Hawks

New Orleans Pelicans 130 – 143 Dallas Mavericks

LA Clippers 125 – 106 Chicago Bulls

Detroit Pistons 108 – 102 Boston Celtics

Oklahoma City Thunder 95 – 97 Denver Nuggets

Milwaukee Bucks 115 – 129 Utah Jazz

Mamphis Grizzlies 105 – 115 Los Angeles Lakers

Cleveland Cavaliers 110 – 129 Portland Trail Blazers

Orlando Magic 123 – 112 Sacramento Kings