Einn leikur er á dagskrá í Dominos deild kvenna í kvöld.

Valur tekur á móti grönnum sínum úr KR í Origo Höllinni kl. 19:00. Gengi liðanna nokkuð ólíkt fyrir leik kvöldsins, þar sem að Valur er jafnt Keflavík að stigum í efsta sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að KR er í áttunda sætinu með tvö stig.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Dominos deild kvenna:

Valur KR – kl. 19:00