Pollamóti Þórs hefur verið frestað til 17. apríl. Upphaflega átti mótið að fara fram 6. mars, en vegna takmarkana færði mótsnefnd mótið.

Tilkynningu mótsnefndar er hægt að lesa hér fyrir neðan.

Pollamót Þórs í körfuknattleik verður laugardaginn 17. apríl

Heil og sæl, kæra körfuknattleiksfólk

Pollamót Þórs í körfuknattleik verður laugardaginn 17. apríl en færa þurfti mótið um viku vegna Söngvakeppni framhaldsskólanna. Við fengum upplýsingar um þetta undir kvöld og biðjumst forláts á þessu hringli. Við getum staðfest að mótið fer fram laugardaginn 17. apríl nema sóttvarnarráðstafanir komi í veg fyrir að hægt sé að halda mótið með viðunandi hætti. 

Þetta verður geggjað mót, fullt af liðum skráð til leiks og okkur hlakkar mikið til að taka á móti ykkur öllum. Áfram gakk!

Körfuboltakveðja, mótsnefnd.